Hvað syngur í stjórnandanum?

Eldborg, Harpa · lau 5. nóv kl. 18:00
Agga

Sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir heldur tónleika með tólf manna kammersveit í Eldborg í Hörpu á Óperudögum 5. nóvember 2022 kl. 18. Yfirskrift tónleikanna er „Hvað syngur í stjórnandanum?“ og á þeim verða frumflutt þrjú ný íslensk verk, samin sérstaklega fyrir tilefnið, auk aríu Zerbinettu úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss, en í öllum verkunum mun Ragnheiður syngja og stjórna samtímis. Höfundar verkanna þriggja eru Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og María Huld Markan.

Efnisskrá:

Jóhann G. Jóhannsson: Konsert fyrir kólóratúrsópran og kammersveit (2022), frumflutningur
Texti: William Shakespeare (Ræða Kalíbans úr Ofviðrinu)
I: Be not afeard
II: Ekkert að hræðast - þýðing: Helgi Hálfdanarson
III: Var icke rädd - þýðing: Carl August Hagberg

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: Fasaskipti (2022), frumflutningur
Ljóð: Þórdís Helgadóttir

María Huld Markan Sigfúsdóttir: Djúpalón (2022), frumflutningur
Ljóð: Þóra Hjörleifsdóttir

Richard Strauss: Großmächtige Prinzessin (1912), aría Zerbinettu úr Ariadne auf Naxos
Texti: Hugo von Hofmannsthal

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Tónskáldasjóði RÚV og STEFs og Nótnasjóði STEFs.

MIÐASALA

Þátttakendur

sópran og hljómsveitarstjóri
fiðluleikari
fiðluleikari
sellóleikari
kontrabassaleikari
óbóleikari
klarinettleikari
fagottleikari
slagverksleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar