Kristín Ýr Jónsdóttir

flautuleikari

Kristín Ýr Jónsdóttir

Kristín Ýr er fædd í Reykjavík árið 1998. Hún lauk bakkalárgráðu með hæstu einkunn frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn vorið 2021 og stundar nú meistaranám við sama skóla þar sem kennari hennar er Alena Walentin. Hún hóf þverflautunám átta ára gömul hjá Guido Baumer í Lúðrasveit Miðbæjar og Vesturbæjar og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2018, þar sem hún lærði undir handleiðslu Áshildar Haraldsdóttur. 

Kristín hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, og tekið þátt í og unnið til verðlauna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Hún kemur reglulega fram með sinfóníuhljómsveitum, bæði á Íslandi og í Danmörku, má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Dönsku Kammersveitina og Konunglega Danska Lífvörðinn.

Styrktar- og samstarfsaðilar