Um Óperudaga

Óperudagar - í fjarlægð 

Vegna COVID-ástandsins urðum við að fresta hátíðinni sem átti að fara fram frá 22. október til 4. nóvember 2020 en í stað þess að hætta við hátíðina, munum við finna nýjar dagsetningar um leið og tækifæri gefst. 

Almennt um Óperudaga:

Á hátíðinni er leitast við að beina athyglinni að klassískri sönglist í öllum sínum mismunandi formum og bjóða upp á viðburði á venjulegum og óvenjulegum stöðum um allan bæ sem og að efla starfsvettvang klassískra söngvara og samstarfsfólks þeirra hér á landi. Áhersla er lögð á alþjóðlegt samstarf, samfélagsleg verkefni, ýmiss konar tilraunir og viðburði fyrir alla aldurshópa.


Aðstandendur

Aðstandendur Óperudaga eru klassískir söngvarar og sviðslistafólk sem hafa ástríðu fyrir því að efla óperu- og tónlistarleikshússenuna á Íslandi. Við lítum á okkur sem samfélagslega grasrótarhreyfingu sem hefur það að markmiði að auðga og lífga upp á samfélagið.