Stefán Jón Bernharðsson

hornleikari

Stefán Jón

Stefán Jón Bernharðsson er leiðari horndeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1998, þar sem Jósef Ognibene var kennari hans, stundaði síðan nám hjá Fröydísi Ree Wekre við Tónlistarháskólann í Ósló og lauk prófi þaðan 2005. Stefán Jón hefur verið fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2000. Hann kemur oft fram sem einleikari með hljómsveitum og á hátíðum á Norðurlöndum. Þá hefur hann hljóðritað einleikskonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur.

Stefán Jón er einn fremsti hornleikari sinnar kynslóðar og fær því reglulega boð um að leika sem gestaleiðari í öðrum hljómsveitum, til dæmis Mahler-kammersveitinni, Fílharmóníusveitunum í Stokkhólmi og Ósló, Sinfóníuhljómsveitunum í Melbourne og Gautaborg, Þýsku sinfóníuhljómsveitinni í Berlín og Fílharmóníusveit Franska útvarpsins í París. Hann hefur einnig unnið fyrstu verðlaun í ConocoPhillips tónlistarkeppninni í Ósló, önnur verðlaun í alþjóðlegu hornkeppninni í Lieksa í Finnlandi og þriðju verðlaun í alþjóðlegu hornkeppninni Cittá di Porcia á Ítalíu.

Styrktar- og samstarfsaðilar