Gunnhildur Daðadóttir

fiðluleikari

Gunnhildur Daða

Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari lauk diplómaprófi frá University of Michigan árið 2012 eftir að hafa lokið Mastersnámi frá University of Illinois, diplómu frá Listaháskólnum í Lahti í Finnlandi og B.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands. Á meðan á námi stóð lék Gunnhildur reglulega með sinfóníuhljómsveitum í Illionis, Michigan og Lahti til þess að öðlast hljómsveitarreynslu. Gunnhildur var auk þess sigurvegari í Paul Rolland fiðlukeppninni í Illinois árið 2007. Eftir heimkomu úr námi hóf Gunnhildur strax starf við Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfaði m.a. sem leiðari 2. fiðlu starfsárið 2013-14. Árið 2015 fékk Gunnhildur fastráðningu sem fiðluleikari. Gunnhildur hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins ásamt því að koma reglulega fram með Barokkbandinu Brák, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Hljómsveit íslensku Óperunnar. Gunnhildur hefur lokið 1. stigs Suzuki fiðlukennaranámi, kennt við Nýja Tónlistarskólann og Landakotsskóla og er meðlimur Hjálparsveitar Skáta Kópavogi. Gunnhildur er annar af stofnendum Kammerhópsins Jöklu.

Styrktar- og samstarfsaðilar