Birkir Örn Hafsteinsson

klarínettleikari

Birkir Örn

Birkir Örn Hafsteinsson, fæddur í Reykjavík árið 1997, hóf klarínettunám ungur að aldri hjá Skólahljómsveit Austurbæjar hjá Kristjáni Þ. Stephensen og Grími Helgasyni. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lauk framhalds- og burtfararprófi undir handleiðslu Freyju Gunnlaugsdóttur. Síðan 2018 hefur Birkir stundað nám í klarínettuleik við Hochschule für Musik Dresden hjá Prof. Henry Philipp. Hann hefur einnig sótt tíma í bassaklarínettuleik hjá Christian Dolfuß. Birkir hefur m.a. spilað með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Orkester Norden og kammersveitinni Elju. Hann var einn sigurvegara keppninnar Ungir einleikarar 2022 og flutti einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí. Hann hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá Barnaby Robson, Luigi Magistrelli, Jörg Widmann og Manuel Siles. Birkir hefur verið virkur þátttakandi í flutningi á samtímatónlist í Dresden en þar hefur hann frumflutt fjölda verka eftir samnemendur sína og tekið þátt í samspilsverkefnum undir leiðsögn tónskáldanna Helmut Lachenmann og Söru Nemtsov.

Styrktar- og samstarfsaðilar