Viðburðir

Sónata

Sónata

Iðnó · 28. okt
Sónata er ævintýraópera fyrir börn eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur, sem að var frumsýnd í Gamla bíói árið 1994. Nú glæðir sviðslistahópurinn Magga, Dísa og Sigga verkið nýju lífi og hefur þróað það áfram í samsköpun. Markmiðið er að kynna óperuformið fyrir börnum og á sama tíma að veita verkinu nýjar víddir með því að fá til liðs við okkur listamenn framarlega á sviði vídjóverka, leik- og gjörningalista. Þannig hefur hópurinn skapað heildstæðan tónlistarævintýraheim fyrir börn, með lífrænum kjarna í tölvuveröld.Söguþráðurinn er nokkuð hefðbundinn ævintýrasöguþráður þar sem óttinn er á endanum aðal óvinurinn. Sögupersónurnar eru af ýmsum gerðum og hver þeirra talar sitt eigið sérstaka tungumál. Allt er þetta síðan fært upp á nýtt plan með tónlist Hjálmars þar sem hver persóna er dýpkuð með sinni eigin tónlist. Tvö hljóðfæri, semball og þverflauta, og þrjár raddir eru notaðar á margvíslegan hátt til að skapa heiminn og karakterana.Þeir sem standa að sýningunni er listafólk sem hefur nýlokið listnámi eða er langt komið og langar að nýta hugmyndaauðgi sína og orku í að vinna með samtímatónlist og sviðslistaverk sem er jafnframt fallegt, aðgengilegt og tekur möguleikum tækninnar opnum örmum.Sýningin tekur um 40 mínútur í flutningi og er hugsuð fyrir börn á aldrinum 3ára - 8ára.Frítt inn - en vinsamlegast pantið miða hérATH! Aðeins þessi eina sýning á Óperudögum í Reykjavík.
STØV - Sew Flunk Fury Wit

STØV/DUST

Tjarnarbíó · 27. okt
Í DUST segja fimm heillandi brúður í fullri stærð, glóandi sópransöngkona og skuggaleg vera söguna af heimi sem hefur verið leikinn grátt. Nútímasönglagaflokkur sem túlkaður er á dramatískan hátt, dregur fram mynd af því hve litla von er að finna á jörðinni eftir óhjákvæmilegar loftslagshamfarir á heimsvísu í þessari seiðandi og hrífandi brúðudystópíu. DUST er nýr tónleikur þar sem saman koma fullorðinsbrúðuhönnun og óperusöngur á sviði; fantasía sem býður áhorfandanum inn í mögulega framtíð þar sem siðmenningin og mannkynið hafa fallið fyrir eigin græðgi og þrám. Verkið leitar svara um það hvaða von er að finna um nýtt upphaf eftir að yfirvofandi umhverfishamfarir jarðar okkar hafa skollið á. Í þessum myrka heimi leika tvær persónur, Tunglið (söngkona) og Skugginn (brúðuleikari) leik með brúðunum sem lokatækifæri til þess að muna og til þess að sameinast. Þau hafa nefnilega orðið vitni af hörmungum mannkynsins. Við kynnumst hermanninum, blindu móðurinni, gleðikonunni og ruslakarlinum. Brúðurnar eru úr sílíkoni með raunverulega húð og andlit og eru útkoma margra ára ferlis þess að koma brúðuleik inn í nútímaleikhús fyrir fullorðna. Verkið var frumsýnt í Helsingore í Danmörku í mars 2016 við frábærar móttökur. Síðan þá hefur verkið verið sýnt víðar á Norðurlöndum, í Grikklandi og í Japan. DUST var skapað með það að leiðarljósi að listin getur farið með mikilvægt hlutverk í því að vekja fólk til umhugsunar um framtíð plánetunnar okkar.Miðasala hér
Eftir nóttina

Eftir nóttina

Fríkirkjan í Reykjavík · 20. okt
Í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík fær Barokkbandið Brák til liðs við sig söngkonurnar Guju Sandholt og Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað til að færa ykkur sannkallaða Händel-veislu. Þær Guja og Hrafnhildur munu ásamt Brák flytja vel valdar aríur eftir Georg Friedrich Händel ásamt hljóðfæratónlist efitir Händel og samtímamenn hans þá Vivaldi, Sammartini og Galuppi. Tónleikagestum verður boðið í ferðalag þar sem ástir og örlög taka völdin og tónarnir kitla taugaendana líkt og Brák einni er lagið.Barokkbandið Brák hefur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf síðustu misseri með líflegum upprunaflutningi sínum og fjölbreyttu verkefnavali en bandið er skipað hópi hljóðfæraleikara sem hefur sérhæft sig að hluta til í upprunaspilamennsku í námi erlendis og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Elfa Rún Kristinsdóttir er listrænn stjórnandi og leiðari bandsins en hún er margverðlaunaður fiðluleikari og hefur komið fram á tónleikasviðum um heim allan ýmist sem einleikari, konsertmeistari eða kammermúsíkspilari. Barokkbandið Brák hefur verið starfrækt frá árinu 2014 en bandið var stofnað af fiðluleikurunum Elfu Rún Kristinsdóttur, Laufeyju Jensdóttur og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur. Brák hefur fengið afar góðar viðtökur á tónleikum sínum hvarvetna og gagnrýnandi morgunblaðsins lýsti upplifun sinni nýlega á þessa leið: "Hvert einasta atriði á tónleikunum var magnað.... Það mætti vera oftar eitthvað í þessum dúr á barokktónleikum á Íslandi."
Gitta-Maria Sjöberg

Masterklass með Gittu-Mariu Sjöberg

Norræna húsið, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar · 31. okt / 1. nóv / 2. nóv
Þriggja daga masterklass með Gittu-Mariu Sjöberg sópransöngkonu og formanni Birgit Nilsson félagsins í Svíþjóð fer fram dagana 31.10, 1.11. og 2.11, kl 10:00 – 13:00 og 14:00 – 16:00.Námskeiðið hentar langt komnum nemendum og atvinnusöngvurum. Á hverjum degi byrjar hún á léttri upphitun og æfingum með söngvurunum. Gerrit Schuil leikur undir á píanó.Þátttökugjald er aðeins 20.000 kr á hvern þátttakanda, niðurgreitt af Óperudögum.Skráning er til 10. október á operudagar@operudagar.is en aðeins átta söngvarar komast að. Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem þátttakendur koma fram ásamt Gittu-Mariu.Námskeiðið er opið áheyrendum og er aðgangur ókeypis.31. október: Norræna húsið1. nóvember: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar2. nóvember: Listasafn Sigurjóns ÓlafssonarGitta-Maria Sjöberg sópransöngkona hefur átt farsælan feril víða um heim. Hún syngur bæði lýrísk og dramatísk óperuhlutverk en hún hefur sungið hlutverk eins og Tosca, Madame Butterfly, Mimi, Desdemona, Amelia, Leonora, Arabella, Sieglinde, Brangaene, Rusalka, Katarina Ismailova, Kostelnicka og Emilia Marty.Túlkun Gittu-Mariu á hlutverkum Emiliu Marty í Vec Makropulos og Kostelnicku í Jenufa eftir Janacek sem og hlutverki móðurinnar í heimsfrumflutningi óperunnar Silent Zone eftir Louise Alenius hafa hlotið sérstaklega mikið lof. Uppfærsla Vec Makropulos á Janacek festivalinu í Brno hlaut verðlaunin Besta óperusýning ársins í Tékklandi 2014.Gitta-Maria hefur einnig komið fram á tónleikum um alla Evrópu, í Rússlandi og Japan og hún sýnir mismunandi tónlistarstílum, hvort sem það eru sönglög eftir Schubert, þjóðlög eða jazzballöður, sömu orku og alúð. Gitta-Maria er listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Nordic Song Festival sem hún stofnaði sumarið 2014 út frá áhuga sínum á ljóðasöng og naut hátíðin mikillar velgengni strax frá upphafi. Á dagskrá hátíðarinnar eru masterklassar, tónleikar og listræn rannsóknarverkefni. Hátíðin hefur vaxið og blómstrað og verður haldin 9. – 17. ágúst 2019 í Trollhättan, Svíþjóð.Vorið 2019 kemur út ný plata þar sem Gitta-María flytur rússnesk og dönsk lög ásamt píanistanum Polinu Fradkinu. Aðrar plötur sem Gitta-Maria hefur sungið inn á eru meðal annars “Verdi & Puccini Arias”, “Nordic Trio: Nordic Folk Songs and Ballads”, “15 Söngvar eftir Gustaf Fröding” og jólaplatan “Nordic Winter - Christmas Songs”.Gitta-Maria hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. Birgit Nilsson verðlaunin, en síðan 2013 hefur hún sinnt störfum sem stjórnarformaður Birgit Nilsson-félagsins í Svíþjóð.Margrét II Danadrottning sæmdi hana stórkrossi Dannebrogs-orðunnar árið 2004.http://www.gittamaria.com http://www.facebook.com/gittamaria.sjoberghttp://nordicsongfestival.com
Schola-cantorum-768x854.jpeg

Kórperlur á Allra heilagra messu

Hallgrímskirkja · 4. nóv
Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 4. nóvember á Allra heilagra messu, líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni flytur kórinn þrjú áhrifamikil kórverk, Media vita eftir John Sheppard, Miserere eftir James MacMillan og Missa defunctorum eftir Kjell Mörk Karlsen. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikar Schola cantorum á Allra sálna messu undanfarin ár, þegar látinna er minnst, hafa notið mikilla vinsælda í kertum prýddri kirkjunni, þ.s. a cappella söngur kórsins nýtur sín einkar vel í hljómburði kirkjunnar.Endurreisnartónskáldið John Sheppard (d. 1558) var uppi á Englandi á fyrri hluta 16. aldar. Hann skrifaði mikið af fjölradda kirkjutónlist. Eitt þekktasta verk hans er Media vita, 6 radda kórverk, sem er tvinnað í kring um gregorgst andstef við lofsöng Símeons, Nunc dimittis, “Nú lætur þú Drottinn, þjón þinn í friði fara”.Skoska tónskáldið James MacMillan (f. 1959) hefur skipað sér sess sem einn fremsti höfundur kirkjulegrar kórtónlistar nú á dögum. Kórverkið Miserere frá 2009 fyrir 4-8 radda kór án undirleiks, er í senn aðgengilegt og krefjandi bæði fyrir flytjendur og áheyrendur. Texti verksins er 51. Davíðssálmur, um miðbik verksins hljóma 4 vers tónsett við sama stef og hið margfræga Miserere eftir Allegri byggir á. Norska tónskáldið Kjell Mörk Karlsen (f. 1947) skrifaði Sálumessu fyrir kór án undirleiks til minningar um eiginkonu sína og var frumflutt fyrir þremur árum. Schola cantorum flutti verkið á allra sálnamessu 2016, hrifningin á verkinu kallaði á annan flutning í ár. Tónleikar þessir voru fyrirhugaðir á Allra sálna messu í fyrra, en fella þurfti tónleikana niður vegna óveðurs í Reykjavík.Schola cantorum hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og mikið lof fyrir söng sinn bæði hérlendis sem erlendis. Kórinn var m.a. valinn "Tónlistarflytjandi árins" á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars 2017.