Syngjum saman með Ingólfi Steinssyni

Hannesarholt · sun 21. okt kl. 14:00
0ee607678f17c5a026af3f563f4a1d97_birds-singing-bird-bird-draw-bird-on-flowers-pets-drawing-of-a-bird-singing_424-298.png

Hannesarholt hlúir að söngarfinum með því að standa fyrir samsöng einu sinni til tvisar í mánuði. Ingólfur Steinsson leiðir samsönginn sunnudaginn 21.okt. kl.14. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur.

Ingólfur hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri. Hann er einkum þekktur fyrir starf sitt í söngsveitinni Þokkabót en hefur einnig á síðari árum gefið út plötur og bækur á eigin vegum. Ingólfur stóð ásamt systkinum sínum, börnum Arnþrúðar og Steins í Tungu, tvívegis fyrir kvöldvöku í Hannesarholti í fyrra undir heitinu Tungu mál. Þar rifjuðu þau upp æskuárin á Seyðisfirði í tali og tónum.

Styrktar- og samstarfsaðilar