Krílasöngur

Gerðuberg · mið 31. okt kl. 11:00
Neskirkja · fim 1. nóv kl. 11:00
Háteigskirkja · fös 2. nóv kl. 10:30
Safnahúsið · lau 3. nóv kl. 11:00
·
infant_web_try2.png

Krílasöngur fyrir þriggja mánaða til eins árs. 

 Við syngjum og dönsum saman og hlustum á tónlist. Nánd og snerting styrkir tengslamyndun milli foreldris og barns og sönggleðin styrkist. Rannsóknir sýna meðal annars að tónlist örvar hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Tónlistarstundirnar örva öll skynsvið krílanna og þau njóta þess að vera með öðrum börnum og hinum fullorðnu. Börnin skynja stemmninguna sem skapast og upplifa gleðina í umhverfinu. Krílasöngur er fyrir öll lítil kríli og fyrir þitt barn er þín rödd fegurst!

Ókeypis aðgangur

Þátttakendur

söngkona og leiðbeinandi krílasöngs