Syngjum saman með Góðum grönnum

Hannesarholt · sun 4. nóv kl. 14:00
45379011_2264173670323844_4386522899100467200_n.jpg
Hannesarholt hlúir að söngarfinum með því að bjóða uppá samsöngsstund á tveggja vikna fresti. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Sunnudaginn 4.nóvember leiðir sönginn 17 manna blandaður kór, sem nefnist Góðir grannar, og hefur starfað saman í 20 ár. Kórfélagar hafa allir mikla reynslu af söng á ýmsum vettvangi, t.d. hafa þeir flestir sungið með Kór Langholtskirkju á árum áður. Kórinn heldur að jafnaði tvenna tónleika árlega, á aðventu og að vori og kemur einnig fram við ýmis önnur tækifæri. Efnisskrá er fjölbreytt, innlend og erlend lög, gömul og ný og oftast flutt án undirleiks. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson.

Góðir grannar munu syngja íslensk ættjarðarlög og aðrar kórperlur með gestum, sem taka undir hvort sem er í röddum eða einradda, eftir því sem hverjum og einum hentar.

Veitingastaðurinn í Hannesarholti er opinn frá 11.30-17 á sunnudögum og býður upp á helgardögurð, kaffi og heimabakað bakkelsi.

Styrktar- og samstarfsaðilar