Music and the Brain

Nýi Salur Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44 · lau 30. okt
Nýi Salur Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44 · sun 31. okt
Nýi Salur Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44 · mán 1. nóv
MusicAndTheBrain-JulietteRowland6.jpg

Music and the Brain er epísk rafóperusýning eftir Helga Rafn Ingvarsson og Rebeccu Hurst og er nú sýnd í fyrsta sinn á opnum sýningum á Íslandi. Sýningin er á ensku. Sagan er byggð á skrifum hins vinsæla taugafræðings Oliver Sacks og fjallar um Söngkonuna (Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir) sem getur ekki lengur komið fram eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðáverka. Hún skynjar tónlist ekki lengur eins og hún er vön. Hún er ringluð og örvæntingarfull, mun hún aldrei syngja framar? Læknirinn (Gunnar Gudbjörnsson) sem meðhöndlar hana er mjög spenntur og vonar að þetta sérstaka tilfelli muni hjálpa honum að endurheimta virðingu sína innan vísindasamfélagsins. Ýmsar spurningar um eðli tónlistar vakna í kjölfarið. Er hún taugafræðilegt fyrirbæri? Eða tilfinningalegt? Hefur hann mögulega ætlað sér of mikið? Stóri fyrirlesturinn hans er handan við hornið og hann er ekki með nægilega mikið af gögnum. En hann verður að halda áfram sama hvað tautar og raular.

Þátttakendur

flautuleikari
píanisti

Styrktar- og samstarfsaðilar