Helen Whitaker

Flautuleikari

HelenWhitaker.jpg

Helen Whitaker er margverðlaunaður flautuleikari með fjölbreyttan feril. Hún er aukaleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og hefur nýlega byrjað að spila með Caput. Hún stundaði nám við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London þar sem hún varð „gold medalist“ og vann m.a. „director's prize” og “Harold Clarke woodwind prize”. Hún deilir tíma sínum á milli þess að flytja lifandi tónlist og vinna í hljóðverum, en hún hefur komið við sögu á mörgum hljómplötum í gegnum tíðina. M.a. hefur hún unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum eins og The Leisure Society, Ray Davies, Laura Marling, José González og 5 Billion in Diamonds (Butch Vig), ásamt því að flytja nútímatónlist með hópum eins og The Colin Currie Group, The Orchestra of Sound and Light og Lontano. Helen er einnig framkvæmdastjóri og fyrsti flautuleikari ALDAorchestra sem hún stofnaði árið 2016 ásamt Helga Rafni Ingvarssyni, tónskáldi og stjórnanda. 

Nánari upplýsingar, t.d. upptökur og greinar, má finna á heimasíðu Helenar: https://www.helenwhitakerflute.com


Styrktar- og samstarfsaðilar