Helgi Rafn Ingvarsson

Tónskáld

Helgi Rafn Ingvarsson

Dr. Helgi Rafn Ingvarsson (DMus) er tónskáld, stjórnandi, söngvari og kennari. Í apríl 2018 lauk Helgi við doktors rannsókn sína í tónsmíðum við Guildhall School of Music & Drama í London, hún ber heitið „Opening Opera: Developing a framework that allows for the interactive creative processes of improvised theatre in the productions of new music-dramas“. Þar rannsakaði hann óhefðbundnar nótnaritunaraðferðir sem styðja við gagnvirka skapandi samstarfsferla í uppfærslum á nýjum óperum. Helgi hefur skrifað fimm kammeróperur sem allar hafa verið fluttar annað hvort í London eða á Íslandi. Hann hefur mikinn áhuga á því að skapa samstarfsumhverfi þar sem flytjendur og tónskáld sígildrar tónlistar geta komið saman og skapað tónlist á jafnari grundvelli en venjulega gengur og gerist. Hann hefur þróað og kennt kúrsa með því markmiði í m.a. Listaháskóla Íslands og Söngskóla Sigurðar Demetz.

Árið 2015 kom út hljómplatan „Castle in air“ með tónlist fyrir strengi eftir Helga en tónlistinni á disknum var lýst af Jónasi Sen tónlistargagnrýnanda sem „ævintýraheim þar sem hver einasta tónahending hafði merkingu.“ Önnur markverð verk Helga á upptökum er m.a. kvintettinn „ELEKTRA“ sem má finna á fyrstu hljómplötu hinnar reykvísku kammer sveitar Elektra Ensemble, sem og sönglagið „Vetrarþoka“ sem Rannveig Káradóttir sópransöngkona og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari fluttu á plötu þeirra „Krot“ sem kom út árið 2016. Allar þessar upptökur má finna á heimasíðu Helga (http://helgiingvarsson.com/) sem og á Spotify.

Helgi hefur hlotið ýmis verðlaun og styrki, s.s. heiðurstitilinn „Composition fellow“ við Guildhall School í London, og stuðning frá Guildhall School Trust, Listamannalaunum, Lista- og Menningarráði Kópavogsbæjar, STEF, Arts Council England og Michael Tippett Musical Foundation í Englandi.


http://www.helgiingvarsson.com/

Styrktar- og samstarfsaðilar