Jón Svavar Jósefsson

Barítón

Jón Svavar Jósefsson

Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari lauk námi frá Universität für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg arið 2007. Þá hefir Jón sótt fjölda námskeiða í söng- og sviðslistum á Íslandi, í Evrópu og á Akureyri og hefur hann haldið marga einsöngstónleika víða sem og sungið annarsstaðar. Einnig hefur Jón Svavar sungið fjölda einsöngshlutverka með hljómsveitum og kammerhópum. Skemmtilegustu hlutverk Jóns að eigin sögn eru Ábótinn úr Carmina Burana e. Carl Orff og Rebbi í Baldursbrá Gunnsteins Ólafssonar. Jón hefur starfað sem dansari, kennari, söngvari, leikari og kórstjóri síðastliðin ár og komið ítrekað fram með sjálfstæðum tónlistar- og leikhópum. Einnig sem kvæðamaður. Jón Svavar hefur síðast en alls ekki síst frumflutt um tug nýrra ópera eftir íslenska höfunda á síðastliðnum áratug, m.a. Plastóperuna á Óperudögum. Hann syngur Belcore í Ástardrykknum sem sýndur verður í Þjóðleikhúsinu haustið 2021.

Styrktar- og samstarfsaðilar