Brot úr As one

Norðurljós, Hörpu · lau 28. okt kl. 16:00
WhatsApp Image 2023-09-24 at 13.37.16

As one er kammerópera eftir bandaríska tónskáldið Lauru Kaminsky við librettó Mark Campell og Kimberly Reed. Í óperunni er sögð saga trans konunnar Hönnuh (yngri) og Hönnuh (eldri) og leit hennar að sjálfri sér. Óperan hefur verið sýnd víða frá því hún var frumflutt árið 2014 en á Óperudögum verður flutt sena úr verkinu á umræðutónleikum í Norðurljósum. Tveir söngvarar og tvö söngkvár túlka „Hönnuh fyrir“ og „Hönnuh eftir“ trans ferli hennar, þegar hún uppgötvar sjálfa sig og kemur út úr skápnum sem trans kona.

Þessi stutta sena er kjarnaverkefni Óperudaga í ár og þaðan er yfirskrift hátíðarinnar, Við erum öll...fengin. Verkið hefur undanfarið veitt aðstandendum hátíðarinnar innblástur til að velta fyrir sér hvaða og hvernig verk séu flutt í óperu- og klassíska söngheiminum; hverjir taki þátt í flutningum og tilheyri áhorfendahópum. Um þetta og sitthvað fleira verður skeggrætt á fyrrnefndum umræðutónleikum í Hörpu.

Þátttakendur

leikstjóri
söngkvár
listrænn stjórnandi og söngkona

Styrktar- og samstarfsaðilar