Tinna Þorvalds Önnudóttir

Sýningarstjóri

Tinna

Tinna Þorvalds Önnudóttir er hvoru tveggja útlærð leikkona og klassísk söngkona. Hún lauk BA gráðu í leiklist árið 2010 og hefur numið klassískan söng frá árinu 2012 undir handleiðslu Alinu Dubik, en hún útskrifaðist með burtfararpróf vorið 2023.

Tinna hefur komið víða við í leiklist, á sviði og í kvikmyndum og er meðlimur í sviðslista kollektívinu Spindrift theatre. Hún hefur haldið einsöngstónleika og tekið þátt í tónleikaröðum auk þess að hafa tekið þátt í masterklössum, m.a. undir handleiðslu Kristins Sigmundssonar á Sönghátíð í Hafnarborg árið 2021.

Árið 2020 vann hún til verðlauna í sínum flokki og varð í þriðja sæti í söngkeppninni Vox Domini í Salnum í Kópavogi, og árið 2022 fékk hún listamannalaun úr Launasjóði tónlistarflytjenda til að vinna að að tónleikauppfærslu á óperunni Ástin ein taugahrúga,enginn dans við Ufsaklett.

Komandi úr leikhúsinu yfir í heim klassískrar tónlistar gefur Tinnu afar sérstakt sjónarhorn. Það hefur áhrif á nálgun hennar á tónlistarflutning hvort sem um er að ræða tónleika eða óperuflutning, og hún hefur mikinn áhuga á að rannasaka möguleika óperunnar og klassískrar tónlistar almennt sem frásagnarmiðils í nútíma samfélagi.

Vefsíða Tinnu

Styrktar- og samstarfsaðilar