Símon Karl Sigurðarson

klarinettleikari

Símon

Símon Karl Sigurðarson Melsteð hóf klarínettunám 9 ára gamall hjá Skólahljómsveit Austurbæjar. Hann lauk framhaldsprófi í klassískum klarínettuleik frá Tónlistarskóla FÍH undir leiðsögn Guðna Franzsonar. Þar lagði hann einnig stund á snarstefjun, tónsmíðar og jazzútsetningar ásamt því að sækja einkatíma hjá Sigurði Flosasyni og Hilmari Jenssyni. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lauk burtfararprófi í klassískum klarínettuleik undir leiðsögn Freyju Gunnlaugsdóttur. Í janúar 2022 útskrifaðist hann með Bachelorsgráðu í klarínettuleik frá Listaháskóla Íslands, þar sem kennari hans var Einar Jóhannesson. Að auki tók hann ár í skiptinámi við Robert Schumann Hochschule Düsseldorf undir leiðsögn Andreasar Langenbuch.

Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars hjá Barnaby Robson og Luigi Magistrelli í heimsóknum þeirra í LHÍ, og hjá Ralph Manno í Konturen, Brühl. Einnig hefur hann spilað með Caput, Elju kammersveit, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.