Björk Níelsdóttir

Sópran

Björk Níelsdóttir

Björk Níelsdóttir byrjaði ung að árum að læra á trompet hjá Einari Jónssyni í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar en síðar lagði hún stund á söng hjá Dr. Þórunni Guðmundsdóttur. á árunum 2007-2008 var Björk trompetleikari í íslenska kvennabrassbandinu Wonderbrass á tónleikaferðalagi Bjarkar Guðmundsdóttur um heiminn til að fylgja eftir plötunni Voltu. Eftir það ævintýri hóf Björk nám í sígildum söng við Tónlistarháskólann í Amsterdam undir handleiðslu Margreet Honig, Valerie Guillorit og Jan-Paul Grijpink. árið 2015 útskrifaðist Björk með láði úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenning fyrir listsköpun. Björk hefur komið fram sem einsöngvari í Carmina Burana eftir Carl Orff með Studenten Kammerkoor Amsterdam, og með kammerhljómsveitinni New European Ensemble. Sumarið 2014 söng Björk hlutverk Marie í nýrri óperu um Wozzeck eftir Roman Bischoff í uppfærslu Silbersee og var sú sýning var sýnd á helstu leikhúshátíðum í Hollandi. á árunum 2015-2016 var Björk ráðin sem bakraddasöngkona og trompetleikari með bresku hljómsveitinni Florence + The Machine á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn. á þeim tíma kom hún einnig fram með fjöllistahópnum Lunatree á Grachtenfestival á frumflutningi óperunnar Cars 3 eftir Luke Deane. Síðastliðið haust tók Björk þátt í sviðsetningu á leikverkinu Beldenstorm eftir Jan-Paul Wagemans í uppfærslu Hollands-Diep sem var í samvinnu við DeDoelen Ensemble og De Baroque Consert Amsterdam. Einnig tók hún þátt í uppfærslu á Morning Blossoms eftir Chloe Charody og Malcolm Rock sem var sett upp í samvinnu við Odd Continent og Orkest van Oosten. Báðar þessar sýningar voru fluttar víðsvegar um Holland. Sama ár  söng Björk með Amsterdam Bach Consort í Jólaóratoríunni eftir Bach undir stjórn Nico van der Meel. Nýverið söng Björk sópran sólóið í Nelson Mass eftir Haydn með VU-koor og Sweelinck Orkest. Í Júní síðastliðnum söng Björk í frumflutningi á óperunni Aarappelvreters eftir David Dramm og Romain Bischoff og var óperan sýnd á Oerol, einni stærstu leiklistarhátíð í Hollandi sem og Karavaan Festival. Framundan hjá Björk er frumflutningur á barnaóperunni Ruimtevluchte í samvinnu við Holland Opera, Het Houden Huis og Gouden Haas. Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Gadus Morhua og Stirni Ensemble. Björk syngur hlutverk Lunda, Krumma, Langvíu og Haftyrðils í barnaóperunni Fuglabjarginu. 

Styrktar- og samstarfsaðilar