Tvær ævintýraóperur

Iðnó · lau 28. okt kl. 20:00
Iðnó · sun 29. okt kl. 14:00
Tvær_banner_web1

Tvær stuttar ævintýraóperur Þórunnar Guðmundsdóttur eru sýndar á einni sýningu.

Ár og öld byggist á ævintýrinu um Þyrnirós, en í þetta skiptið verður prinsinn fyrir því óhappi að vekja nornina í staðinn fyrir Rós. Nornin reynir að sannfæra hann um að hún sé prinsessan sem hafi sofið í heila öld. Á endanum hnýtur prinsinn um fótlegg Rósar og vekur hana. Þegar þau hrífast hvort af öðru finnst norninni það vera svik við sig og afræður að nota snælduna til þess að svæfa prinsinn, en það leiðir til óvæntra endaloka.

Í Gilitrutt kynnumst við bóndanum Einari sem á afskaplega lata konu. Einn daginn kemur hann með heilmikla ull fyrir hana til að vinna úr. Húsfreyja lofar öllu fögru, en gleymir sér í dagdraumum. Þá birtist ókunnug kona sem býðst til þess að vinna alla ullina fyrir hana. Það eina sem hún biður um að launum er að húsfreyja geti upp á nafninu á henni þegar hún komi aftur með ullina. Það kemur svo í ljós að þessi kona er ekkert lamb að leika sér við.

Þrjú aðalhlutverk eru í hvorri óperu og sannarlega valinn söngvari í hverju rúmi. Einnig er kór í sýningunni auk sjö manna kammersveitar. Sólveig Sigurðardóttir stjórnar.

Miðasala

Styrktar- og samstarfsaðilar