Úkraínsk söngstund

Eldborg · lau 5. nóv kl. 16:30
UKR_web

Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Söngskóla Sigurðar Demetz flytja úkraínsk söngljóð í Eldborg, Hörpu og syngja mörg hver í fyrsta sinn á stóra sviðinu. Aðstoð við framburð fá þau frá einstaklingum úr úkraínskra samfélaginu á Íslandi.

Verkefnið er í samstarfi við Ukrainian Art Song Project, sem hófst árið 2004 í Toronto, Kanada, og hefur staðið fyrir útgáfu á yfir 1000 sönglögum eftir 26 úkraínsk tónskáld. Ukrainian Art song project er unnið af sjálfboðaliðum en er stutt af alþjólegum listamönnum og tónlistarunnendum.

Nína Margrét Grímsdóttir leikur með nemendunum.

MIÐASALA

Styrktar- og samstarfsaðilar