Úkraínsk söngstund

Eldborg · lau 5. nóv kl. 16:30
UKR_web

Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Söngskóla Sigurðar Demetz flytja úkraínsk söngljóð í Eldborg, Hörpu og syngja mörg hver í fyrsta sinn á stóra sviðinu. Aðstoð við framburð fá þau frá einstaklingum úr úkraínskra samfélaginu á Íslandi.

Verkefnið er í samstarfi við Ukrainian Art Song Project, sem hófst árið 2004 í Toronto, Kanada, og hefur staðið fyrir útgáfu á yfir 1000 sönglögum eftir 26 úkraínsk tónskáld. Ukrainian Art song project er unnið af sjálfboðaliðum en er stutt af alþjólegum listamönnum og tónlistarunnendum.

Nína Margrét Grímsdóttir leikur með nemendunum.

MIÐASALA