Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Hrafnhildur

 Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, kláraði BSc í viðskiptafræðum árið 2010 og vinnur í fjármáladeild tölvuleikjafyrirtækisins CCP ehf. Hún hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík árið 2013 og kláraði grunnpróf þaðan undir handleiðslu Aðalheiðu Margréti Gunnarsdóttur söngkennara og Önnu Rún Atladóttur píanóleikara. Hrafnhildur var í Söngdísakór og kór Vox Populi í tónleikaröðinni: Megas syngur Passíusálmana sem var flutt um páskana 2014 í Grafarvogskirkju og sýnt á RÚV. Í dag er hún í námi við Söngleikjadeild Sigurðar Demetz þar sem Þór Breiðfjörð og Vala Guðnadóttir kenna söng, leik og túlkun og Kjartan Valdimarsson og Helga Laufey Finnbogadóttir eru píanóleikarar deildarinnar. Þar söng hún, lék og dansaði í gamansöngleiknum óÞvegið eftir Þór Breiðfjörð sem var frumsýndur í vor. Hrafnhildur hefur sungið sem sópran með Óperukórnum í Reykjavík frá árinu 2014 þar sem Garðar Cortes er stjórnandi. 


Styrktar- og samstarfsaðilar