Valgerður Helgadóttir

Valgerður

Valgerður Helgadóttir fæddist árið 1995. Hún hóf söngnám árið 2011 í Tónlistarskóla Reykjavíkur en hafði fyrir það verið í öðru tónlistarnámi.  Kennarar hennar hafa verið Þórunn Guðmundsdóttir og Hlín Pétursdóttir Behrens. Valgerður hefur ýmsa reynslu úr skipulagsstörfum úr menntaskólaárum hennar en hún var meðal annars í stjórn MR-kórsins og einn stofnenda femínístafélags MRs. Hún tók einnig þátt í uppfærslu leikfélags skólans, Frúardags, á söngleiknum Legi, þar sem hún lék Ömmu og söng opnunanarlagið. Hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík hefur hún tekið þátt í óperum eftir Þórunni Guðmundsdóttur, sem Púki í Sæmundi Fróða árið 2015 og sem Giltrutt í Hlina kóngssyni árið 2016. Valgerður kemur fram á Óperudögum með oktetnum Fjárlaganefnd og tríóinu Kamínu.

Styrktar- og samstarfsaðilar