Kristín Þóra Pétursdóttir

Klarinett

Kristín Þóra Pétursdóttir

Kristín Þóra Pétursdóttir hóf tónlistanám sitt í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar en nam síðar klarínettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni við Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún lauk nýverið B.Mus. prófi. Kristín hefur einnig sótt einkatíma í bassaklarinettleik hjá Rúnari Óskarssyni en hún lauk framhaldsprófi á bassaklarinett haustið 2015.

Kristín hefur sótt einkatíma og masterklassa bæði innanlands og erlendis, m.a. hjá Celeste Zéwald, Hermanni Stefánssyni, Luigi Magistrelli og Barnaby Robson. Hún hefur einnig komið fram með ýmsum hljómsveitum og samleikshópum, svo sem Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Blásarasveit Reykjavíkur og kammerhópnum Caput.

Kristín starfar nú sem klarínettukennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Að auki er Kristín með M.A.-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands.

Styrktar- og samstarfsaðilar