Kammerkór Seltjarnarneskirkju

Kammerkór

59534646_10219639663287890_6582338063190458368_o.jpg

Kammerkór Seltjarnarneskirkju var stofnaður árið 1992 af þáverandi organista kirkjunnar, Hákoni Leifssyni. Sumir kórfélaga syngja reglulega við kirkjulegar athafnir en auk þess heldur kórinn tónleika að jafnaði þrisvar sinnum á ári. Meðal verka, sem kórinn hefur flutt á undanförnum árum, eru kórverk eftir Ola Gjelo, Arvo Pärt, Knut Nystedt, Bob Chilcott, Javier Busto, Báru Grímsdóttur, Egil Gunnarsson og Sigurð Sævarsson.

Kórinn hefur í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutt og frumflutt mörg stór kórverk eftir meðal annars J. Haydn, A. Vivaldi, C. Ph. E. Bach, G. A. Homelius, J. J. Ryba, T. Albinoni, J. S. Bach, C. Monteverdi, F. B. Mendelsohn og F. X. Brixi. Einsöngvarar í verkunum eru oftast kórfélagar, enda eiga margir þeirra að baki margra ára nám í klassískum einsöng bæði erlendis og hérlendis.

Styrktar- og samstarfsaðilar