Elsa G. Björnsdóttir
einleikari á táknmáli

Elsa er heyrnarlaus leikkona, leikstjóri og ljóðskáld sem á að baki sér langan og fjölbreyttan feril. Hún er menntuð í táknmálsfræði, leiklist og kvikmyndagerð og hefur unnið sem þýðandi á milli íslensku og íslensks táknmáls (ÍTM) ásamt því að kenna ÍTM síðan 1990. Hún hóf kvikmyndaleik árið 1983 og hefur síðan leikið í fjölda mynda. Hún hóf feril sem leikstjóri árið 2015 og hefur gert tvær verðlaunastuttmyndir. Um þessar mundir kennir hún málvísindi táknmála í Háskóla Íslands, hélt vinnustofu í Visual Vernacular sagna-aðferðinni í sumar og er að vinna að meistaragráðu í málvísindum.