Drengjakór Reykjavíkur

Drengjakór

DKR Harpa 2

Drengjakór Reykjavíkur er eini starfandi drengjakór landsins. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og er skipaður söngelskum drengjum á aldrinum 7-15 ára. Drengjakór Reykjavíkur syngur tónlist af ýmsum toga, bæði trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Fléttað er inn fræðslu um tónlist og sönggleðin er í fyrirrúmi. Drengjakór Reykjavíkur heldur árlega jóla- og vortónleika auk þess að koma fram við ýmis tilefni. Kórinn syngur í messum, á ráðstefnum, sem gestakór og við fleiri tilefni sem til falla.
Af nýlegum verkefnum kórsins má nefna jóladisk Olga Vocal Ensemble: Winter Light, aukaleik og söng í kvikmyndinni Abbababb, upptökur fyrir kvikmyndatónlist og auglýsingar, Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þáttöku í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni The Boys are Singing í Búlgaríu og á Íslandi í samstarfi við Sofia Boys Choir. Kórstjóri er Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Laufey Sigrún Haraldsdóttir leikur á píanó með kórnum.

Styrktar- og samstarfsaðilar