Andri Björn Róbertsson

Bassa-barítón

244577027_591085535410761_9180558312426154088_n.jpg

Andri Björn Róbertsson, bass-barítón, er einn af fremstu söngvurum Íslendinga af yngri kynslóðinni og er afar eftirsóttur á bæði tónleikpallinum og óperusviðinu. Leikárið 2021/22 mun koma út geislaplatan Thorsteinson & Schumann, gefin út af Fuga Libera, sem inniheldur sönglög eftir Árna Thorsteinson og ljóðaflokka eftir Robert Schumann.

Á síðasta leikári hefði Andri átt að snúa aftur til Óperunnar í Zürich til að syngja í Jóhannesarpassíunni með La Scintilla hljómsveitinni undir stjórn Riccardo Minasi og einnig endurtaka hlutverk sín, Witness 3 og Madman, í Lessons in Love and Violence eftir George Benjamin í Châtelet leikhúsinu, en báðum þessum uppfærslum var aflýst vegna Covid-19.

Leikárið 2019-20 þreytti Andri frumraun sína sem Fígaró í Brúðkaupi Fígarós við Íslensku Óperuna og átti svo að syngja við Hollensku Þjóðaróperuna hlutverk Der Einäugige í Die Frau ohne Schatten, en úr því varð ekki vegna Covid-19.

Leikárið 2018-19, söng Andri bæði við Ríkisóperuna í Hamborg og Óperuna í Lyon hlutverk Witness 3/Madman í Lessons in Love and Violence. Þetta kom í kjölfarið á frumraun Andra við Konunglega Óperuhúsið í Covent Garden í heimsfrumsýningu sömu óperu.

Sem Harewood listamaður við Ensku Þjóðaróperuna frá árinu 2016 söng Andri hlutverk Angelotti í uppfærslu Catherine Malfitano á Toscu,  hlutverk Ceprano í Rigoletto og Basilio í Rakaranum frá Sevilla. Síðar söng hann svo hlutverk Lord Krishna í Satyagraha eftir Philip Glass og Theseus í Jónsmessunæturdraumi eftir Benjamin Britten. Andri átti svo eftir að syngja hlutverk Fimmta Gyðings í Salome og ljóðatónleika í Wigmore Hall ásamt öðrum Harewood listamönnum og píanistanum Iain Burnside.

Árið 2017 söng Andri hlutverk Angelotti í tónleikauppfærslu á Toscu með Kristine Opolais í titilhlutverkinu og Sir Bryn Terfel sem Scarpia á Llangollen International Music Eisteddfod með hljómsveit velsku þjóðaróperunnar og einnig hlutverk Superintendent Budd í Albert Herring í uppfærslu The Grange Festival.

2014-15 var Andri meðlimur í óperustúdíói óperuhússins í Zürich þar sem hann fór með hlutverk Sprecher í Töfraflautunni, Der König í Die Gänsemagd, Brabantische Edle í Lohengrin og Fedja Dawidowitsch Pronin í Fälle eftir Oscar Strasnoy. Eftir tíma hans í stúdíóinu sneri hann aftur til Zürich til að endurtaka hlutverk sitt í Töfraflautunni undir stjórn Fabio Luisi og einnig til að syngja hlutverk Priest/Pan/He í King Arthur undir stjórn Laurence Cummings.

Árið 2014 voru honum veitt HSBC verðlaun tónlistarhátíðarinnar í Aix en Provence, þar sem hann hafði sungið bassahlutverkið í Trauernacht – sviðsetningu byggðri á trúarlegum kantötum Bachs – en uppfærslan hefur svo ferðast til fjölmargra staða í Evrópu, m.a. til Bolshoi í Moskvu, Parísarfílharmoníunnar og Hollensku óperunnar.

Meðal annarra hlutverka má nefna Sarastro í Töfraflautunni eftir Mozart með Garsington Opera og aftur með Joanna MacGregor á Bath International Music Festival, Craftsman í The Commission eftir Elspeth Brooke og Barman/Hunter Gracchus/Policeman í Café Kafka eftir Francisco Coll – tvær nýjar óperur sem voru settar upp í samstarfi Royal Opera House Covent Garden, Opera North og Aldeburgh Music.

Andri hefur sungið í fjölmörgum óratoríum, m.a. Jóhannesarpassíunni, Mattheusarpassíunni og kantötum eftir J.S. Bach, Messíasi eftir Handel, Harmoniemesse og Sköpuninni eftir Haydn, Sálumessu og Krýningarmessu Mozarts, Messa di Gloria eftir Puccini og L’enfant et les sortileges eftir Ravel. Meðal annarra tónleika má nefna hlutverk Cappadocian og Fimmta Gyðings í tónleikauppfærslu af Salome með Sinfóníuhljómsveitinni í Bournemouth og tónleikaröð með barokksveitinni Café Zimmermann í Marseille, La Roque d’Antheron og Aix en Provence.

Andra er einnig sérstaklega annt um ljóðasöngsformið og hefur sungið á Oxford Lieder Festival, og sungið á ljóðatónleikum víða, m.a. Wigmore Hall, Óperunni í Lille, Óperunni í Zürich, á tónlistarhátíðinni í Aix en Provence, Cadogan Hall, Sönghátíð í Hafnarborg, Salnum Kópavogi, King’s Hall í Newcastle, The Sage tónlistarhúsinu og á Winchester Festival.

Andri sigraði í Mozart söngkeppninni í London, söng í undanúrslitum Queen Sonja söngkeppninnar í Ósló árið 2015 og Belvedere söngkeppninnar í Amsterdam 2013 og var tilfnefndur sem ‘Bjartasta vonin í klassískri tónlist’ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Andri nam söng við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, við Royal Academy of Music í London þar sem kennarar hans voru m.a. Mark Wildman og Jonathan Papp og við National Opera Studio í London. Andri hefur tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum, m.a. hjá Kiri Te Kanawa, José Carreras, Dalton Baldwin, Thomas Allen, Roger Vignoles og Angelika Kirchschlager, ásamt því að taka þátt í Solti Te Kanawa námskeiðinu á Ítalíu og Samling námskeiðinu í Bretlandi. Andri er ævinlega þakklátur Dame Kiri Te Kanawa og styrktarsjóði hennar fyrir ráðleggingar og fjárhagsstuðning. Andri er einnig þakklátur Behrens sjóðnum sem styrkti hann sem Harewood listamann.

Andri er Samling listamaður og sótti Georg Solti Accademia námskeiðið á Ítalíu.

Andri er prófessor í söng við Háskólann í Newcastle og Northumbria háskólann. Hann hefur einnig kennt meistaranámskeið við Söngskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.andribjornrobertsson.co.uk og á www.keynoteartistmanagement.com

 

Styrktar- og samstarfsaðilar