Element - kjörnun fyrir kvöldmat!

Hörpuhorn · þri 24. okt kl. 17:00
Screenshot 2023-10-03 at 23.55.24

Forn-Grikkir trúðu því að allt væri búið til úr fjórum frumefnum eða elementum; vatni, lofti, eldi, og jörð. Fimmta frumefnið, eterinn, var seinna talinn fylla tómarúmið á milli allra hluta. Á þessum ljóðatónleikum leika tónlistarkonurnar sér að því að leita að og skynja frumefnin í söngljóðunum og bjóða gestum að gera slíkt hið sama.

Guja og Heleen hafa unnið saman sem dúó frá því að þær kynntust fyrst í lítilli söngkeppni í gömlum kastala í Hollandi árið 2013. Guja var ein keppenda og þó hún hafi ekki lent á verðlaunapalli, hlaut hún eitthvað betra í staðinn: sína nánustu samstarfskonu í tónlistinni og vinkonu fyrir lífstíð.

Tónleikarnir henta sérstaklega vel fólki sem vill staldra við eftir vinnudaginn, njóta sín í kvennaverkfalli eða kjarna sig fyrir kvöldmat!

NB: Tónlistarkonurnar hafa ákveðið að halda tónleikana þrátt fyrir kvennaverkfallið því þessi hluti vinnunnar er sá allra skemmtilegasti og það væri mikill bömmer að sleppa honum eftir strangar æfingar - karlarnir þeirra standa 3. vaktina heima alla vikuna í staðinn!

Þátttakendur

listrænn stjórnandi og söngkona
píanisti

Styrktar- og samstarfsaðilar