Mattheus ungi

Grafarvogskirkja · lau 29. okt kl. 16:00
Eldborg · lau 5. nóv
bach_web

Mattheusarpassían er óratóría eftir Johann Sebastian Bach og eitt magnaðasta stórvirki tónbókmenntanna. Hann er talinn hafa skrifað 5 passíur en Mattheusarpassían er önnur tveggja sem varðveist hafa í heild sinni. Tónlistin er með því allrafegursta sem samið hefur verið og er því ómetanlegur menningarauður sem dýrmætt er fyrir hvern sem er að þekkja.

Bach samdi óratóríuna árið 1727 fyrir einsöngvara, tvöfaldan kór og tvöfalda hljómsveit og því er hefðbundinn flutningur á því afar umfangsmikill. Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls og ofnar við hugleiðingar um píslarsögu Jesú Krists eftir þýska skáldið Picander og þekkta lútherska sálma.

Mattheus ungi er stutt leikræn aðlögun, unnin upp úr upprunalega verkinu með því markmiði að kynna verkið fyrir nýjum áheyrendahópum frá 8-9 ára aldri og leyfa þeim sem til þekkja að uppgötva verkið upp á nýtt.

Í Mattheusi unga flytja 5 einsöngvarar, 3 hljóðfæraleikarar og kór og kórstjórnandi sum fegurstu brotin úr passíunni um leið og söguþráðurinn og verkið sjálft eru kynnt á aðgengilegan hátt í meðförum leikaranna tveggja.

Leikgerðina gerði hollenski leikstjórinn Albert Hoex en Mattheusarpassían skipar sérstakan sess í hugum margra Hollendinga. Albert Hoex vann með íslensku flytjendunum að uppfærslunni. Flutningurinn tekur rétt rúma klukkustund.

Íslenska þýðingu á leikgerðinni gerðu Anna Vala Ólafsdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Kirkjusjóði og Tónlistarsjóði og í samstarfi við Grafarvogskirkju.

MIÐASALA

Orð frá leikstjóra uppfærslunnar, Albert Hoex

Matthesuarpassían eftir J.S Bach er ein af perlum tónbókmenntanna. Bach samdi passíuna árið 1727 sem óratoriu fyrir einsöngvara, tvöfaldan kór og tvöfalda hljómsveit við líbrettó eftir þýska ljóðskáldið Picander. Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls og samanstendur af kórölum og aríum.

Mattheus ungi er stutt, leikræn aðlögun að Mattheusarpassíu Bachs þar sem markmiðið er að kynna tónverkið fyrir nýjum áhorfendum; ungum jafnt sem öldnum. Tvær leikkonur segja söguna og fimm einsöngvarar, þrír hljóðfæraleikarar, kór og hljómsveitarstjóri flytja fallegustu kaflana úr verkinu.

Mattheus Ungi (Matteus Junior) var upphaflega flutt í Hollandi árið 2017. Þar í landi er sterk hefð fyrir flutningi á Mattheusarpassíu Bachs. Á hverju ári eru fluttar hundruð sýninga og njóta þúsundir áhorfenda tónlistarinnar og sögunnar. En það var engin aðlögun til fyrir yngri og nýrri áhorfendur. Meginhugmynd framleiðenda Matteusar unga var að færa verkið til almennings þar sem nýir og eldri áhorfendahópar fá að njóta þessarar tónlistar og sögu. Bæði tónlistin og sagan eru tímalaus og eiga erindi til áhorfenda í dag. Með leikrænni aðlögun breyttist óratórían í óperu og því náði sagan og tónlistin enn nánari tengingu við almenning. Síðan 2017 hefur Mattheus ungi verið sýndur með góðum árangri í nokkrum borgum í Hollandi og nýir og ungir áhorfendur fengið að kynnast þessu stórkostlega listaverki.

Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga stundaði nám í Hollandi og þökk sé hennar ástríðu fyrir Mattheusarpassíunni bauð hún okkur að taka þátt í Óperudögum með því markmiði að kynna verkið fyrir íslenskum áhorfendum.

Þökk sé þessu boði er Matteus Junior nú orðinn að Mattheusi Unga og verður sýningin flutt í fyrsta skipti utan Hollands á Óperudögum. Íslenskir áhorfendur fá þann heiður að vera fyrstu áheyrendur utan Hollands til að njóta uppfærslunnar.

Þátttakendur

leikstjóri
baritónn
listrænn stjórnandi og söngkona
hátíðarkór
píanisti
saxafónleikari
leik- og söngkona
kórstjórnandi, organisti, píanisti
bassaleikari
sýningarstjóri

Styrktar- og samstarfsaðilar