Bryndís Guðjónsdóttir

Sópran

Bryndís-Guðjónsdóttir

Bryndís Guðjónsdóttir hóf tónlistarnám árið 2003 í Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hóf píanónám hjá Erlu Stefánsdóttur og árið 2009 byrjaði hún í söngnámi hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og lauk framhaldsprófi 2015. Þaðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði hjá Þóru Einarsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Bryndís útskrifaðist með bæði Bakkalár- og Meistaragráðu í Opera and Musicaltheater frá Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg þar sem hún lærði hjá hjá Michèle Crider, Gernot Sahler og Alexander von Pfeil. Árið 2018 var Bryndís meðal sigurvegara keppninnar Ungir einleikarar og söng í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daniel Raiskin. Það sama ár bar hún sigur úr býtum í Duschek keppninni í Prag og söng einnig sem sólisti í Gasteig í München undir stjórn Hansjörg Albrecht.

Árið 2019 söng Bryndís með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands Níundu Sinfónínu Beethovens undir stjórn Daniel Raiskin. Hún söng einnig Folk songs eftir Berio undir stjórn Micahelangelo Galeati í Santa Cecilia í Róm, Salnum í Kópavogi og í Hörpu. Bryndís hefur komið fram á Kúnstpásu og í Aríu dagsins á vegum Íslensku Óperunnar.

Árið 2021 hlaut Bryndís fyrsta sæti í Riccardo Zandonai keppni á Garda á Ítalíu. Hún söng hlutverk Næturdrottningarinnar úr Töfraflautu Mozarts í Oper im Berg í Salzburg og í Reaktorhalle í München. Bryndís söng sem sólóisti með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Evu Ollikainen á jólatónleikum þeirra í desember það sama ár.

Í apríl 2022 söng Bryndís sópran sólóið í Carmina Burana eftir C. Orff í Liederhalle Stuttgart undir stjórn Heiko Mathias Förster með Prague Royal Philharmonic og einnig í Norðurljósasal Hörpu undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur.

Í vor söng hún í Litháen Stabat Mater eftir G. Pergolesi og Nulla in Mundo RV.630 eftir A. Vivaldi með Kammerhljómsveit Ríkisleikhússins í Panevėžys á þrennum tónleikum í Litháen undir stjórn Christian Frattima.

Í haust söng hún á ljóðatónleikunum Haustnótt í tónleikaröðinni „Ár íslenska einsönglagsins“ sem fór fram í Salnum í Kópavogi.

Í desember mun hún syngja aríu-tónleika í Auditorio Nacional de Musica, Madrid, á Spáni.

Árið 2023 mun hún syngja Næturdrottninguna með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sópran sólóið í Carmina Burana í Liederhalle í Stuttgart með Prague Royal Philharmonic aftur og fara með hlutverk Cunegonde úr Candide eftir Bernstein í óperunni í Kiel í Þýskalandi.

Bryndís er styrkþegi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Söngmenntasjóðs Marínós Péturssonar,

Styrktarsjóðs Halldórs Hansen, Ingjaldssjóðs, Wagner félagsins á Íslandi og Gianna Szel í Austurríki. Hlutverk Bryndísar eru meðal annars Næturdrottningin úr Töfraflautunni eftir Mozart, Giulietta úr Les contes d‘Hoffmann eftir J. Offenbach, Servilia úr  La clemenza di Tito eftir Mozart, Mrs. Julian úr Owen Wingrave eftir Benjamin Britten, Belinda Dido and Aeneas eftir H. Purcell, Venus úr Venus and Adonis eftir J. Blow, Waldvogel úr Sigfried eftir R. Wagner, Gilda úr Rigoletto eftir G. Verdi og Oscar úr Un ballo in Maschera eftir G. Verdi.