Ást í raun

Fríkirkjan í Reykjavík · lau 30. okt kl. 16:00
Ást í raun

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari blása til ljóðasíðdegis í Fríkirkjunni í Reykjavík 30.október. Fluttir verða tveir þekktir ljóðaflokkar, Haugtussa eftir Edvard Grieg og Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann.

Ljóðaflokkarnir tveir eiga það sameiginlegt að fjalla um ástir og sorgir ungra kvenna. Þeir eru þó ólíkir, samdir með 60 ára millibili, Haugtussa í Noregi 1890 og Frauenliebe und -leben í Þýskalandi 1830. Það er einnig áhugavert að skoða hvernig karlskáldin Chamisso og Garborg skrifa um ævi kvenna Grieg er sannur sínum þjóðskotna stíl. Píanóið leikur á alls oddi og norsk sveitastemmning leikur stórt hlutverk. Við fylgjumst með ungri sveitastúlku smala kúnum og láta sig dreyma. Tónlistin leiðir okkur á rómantískan hátt í gegnum ástarsögu þar til allt brestur í lokin og stúlkan situr við lækinn, harmi lostin, í sinni fyrstu ástarsorg og dreymir um að hann beri sig burt. Arne Garborg samdi ljóðabálkinn Haugtussa árið 1895 sem er öllu viðameiri, en Grieg valdi 8 ljóð úr flokkinum. Í ljóðabálki Adelbert von Chamisso, Frauenliebe und -leben er um að ræða lengri tímaspönn. Líkt og í Haugtussa er ung stúlka að uppgötva ástina og rómantískar tilfinningar, en við fylgjumst einnig með trúlofun, brúðkaupi og barnseignum. Í lokin situr harmi lostin kona og kveður ástina í lífi sínu. Schumann fer fögrum höndum um ljóð Chamisso og ekki furða að flokkurinn sé einn mest flutti ljóðaflokkur hans.

Efnisskrá:
Robert Schumann (1810-1856)
Frauenliebe und -leben, op. 42
(Adelbert von Chamisso)

1. Seit ich ihn gesehen
2. Er, der Herrlichste von allen
3. Ich kann's nicht fassen, nicht glauben
4. Du Ring an meinem Finger
5. Helft mir, ihr Schwestern
6. Süßer Freund, du blickest mich verwundert an
7. An meinem Herzen, an meiner Brust
8. Nun hast du mir den ersten Schmerz getan

Edvard Grieg (1843-1907)
Haugtussa, op. 67
(Arne Garborg)

1. Det syng
2. Veslemøy
3. Blaber ly
4. Møte
5. Elsk
6. Killingdans
7. Vond dag
8. Ved Gjaetle-bekken

Þátttakendur

píanóleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar