Gleym-mér-ei hádegistónleikaröð

Kjarvalsstaðir · mið 30. okt kl. 12:15
Forget_me_not.jpg

Hádegistónleikaröð söngdeildar Listaháskóla Íslands ber yfirskriftina Gleim-mér-ei og er haldin á Kjarvalsstöðum kl.12.15 á miðvikudögum 6 vikur í röð. Nú stendur hádegistónleikaröðin sem hæst og munu söngnemendurnir tileinka næstu tónleika, 30. október, Ljóðadögum og flytja ýmis ljóð tengd umhverfismálum en þema tónleikanna verður „drungi og dauði”. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.