Ólöf Ingólfsdóttir

Ólöf Ingólfsdóttir

Ólöf Ingólfsdóttir er höfundur og flytjandi verksins Eitthvað um skýin. Ólöf útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987, lauk dansnámi fra EDDC í Arnhem, Hollandi 1993 og burtfararprófi í klassískum einsöng frá Söngskóla Sigurðar Demetz 2021. Einnig hlaut hún MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2016. 

Ólöf starfaði um langt skeið við dans og leikhús. Hún hefur samið allmörg verk fyrir danshópa, þ. á. m. Maðurinn er alltaf einn (Íd 1999), Fimm fermetrar (Tjarnarbíó 2001), Við erum komin (Íd 2006) og Heimilisdansar (RDF 2007, Moderna dansteatern, Stokkhólmi, 2009). Meðal sóló dansverka Ólafar má nefna The Secret Life of a Wallflower (RDF 2003), Eins og vatnið (RDF 2010) og Sjö ljóð úr óskrifaðri ljóðabók (FQD, Montreal 2023). Ólöf hefur starfað í leikhúsi sem danshöfundur, aðstoðarleikstjóri og flytjandi (performer) og sérstaklega vann hún lengi með Áhugaleikhúsi atvinnumanna undir stjórn Steinunnar Knútsdóttur leikstjóra. 

Ólöf hélt einsöngstónleikana Mildin mjúka í maí 2022 og aftur í apríl 2023, þar sem hún flutti tónlist eftir Merula, Purcell og Vivaldi ásamt strengjakvartett og organista. Hún hefur sungið einsöngsaríur í verkum eftir Bach og Heinichen með Kammerkór Seltjarnarneskirkju.