María Konráðsdóttir

Sópran

María Konráðsdóttir

María Konráðsdóttir byrjaði ung að spila á klarinett og lauk burtfaraprófi á klarinett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2007 undir handleiðslu Kjartans Óskarssonar. Ári síðar byrjaði hún í söngnámi þar sem kennari hennar var Dr. Þórunn Guðmundsdóttir en að loknu tveggja ára námi við skólann lá leiðin til Berlínar í framhaldsnám.

Sumarið 2015 lauk hún bakkalárgráðu frá Listaháskólanum í Berlín þar sem kennarar hennar voru m.a. Carola Höhn, Hendrik Heilmann, Eric Schneider o.fl. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í ljóða og óratoríusöng frá sama skóla vorið 2018.

María hefur komið fram sem einsöngvari á fjölda tónleikum bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Hún vann til þriggja verðlauna í International Perotti Singing Competition sem haldin var í Þýskalandi árið 2015 og í desember 2017 söng hún íslensk verk í útvarpsþættinum Contrapunkt sem sendur er út af Bæverska ríkisútvarpinu.

Árið 2020 var hún valin úr hópi umsækjenda til að taka þátt í námskeiðum og tónleikum á vegum International Bachakademie í Stuttgart þar sem hún vann með Dame Emma Kirkby, Peter Harvey, Hans Christoph Rademann o.fl.

María starfaði sem raddþjálfari við Drengjakór Dómkirkjunnar í Berlín frá 2016-2019 og er nú kórstjóri Barnakórs Seltjarnarneskirkju.

Styrktar- og samstarfsaðilar