Laura Liu

Fiðla

LauraLiu_Portrait

Laura Liu er fiðluleikari frá Texas. Hún útskrifaðist með bachelorgráðu frá New England Conservatory árið 2014 og mastersgráðu frá Rice University árið 2017. Áður en hún hóf störf fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2018 lék hún með Fílharmóníunni í New York fyrir tilstilli Zahrin Meta Fellowship styrksins. Hennar helstu kennarar voru m.a. Miriam Fried, Larry Rachleff og Emanuel Borok. Laura leikur reglulega með hljómsveitum og tónlistarhópum í Þýskalandi, þar á meðal NDR Elbphilharmonie, WDR Sinfonieorchester og Die Deutsche Kammerphilharmonie Bremen.

Mynd: Christian Palm