Halldór Bjarki Arnarson

semballeikari

halldór bjarki

Halldór Bjarki Arnarson er ungur tónlistarmaður sem farið hefur um víðan völl í músíkheimi Íslands og Evrópu. Hann stundaði fyrst nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og hlaut síðan tvær bakkalársgráður, eina í hornleik og aðra í semballeik frá tónlistarháskólunum Hannover og Den Haag. Halldór lauk meistaranámi í semballeik 2022 frá Schola Cantorum Basiliensis og hlaut fyrir lokatónleikana sína námsverðlaun úr sjóði Walters & Corinu Christen-Marchal.

Halldór spilar jöfnum höndum á sembal, orgel, píanó og horn en er þar að auki liðtækur á margskonar íslensk þjóðlagahljóðfæri sem meðlimur fjölskylduhljómsveitarinnar Spilmenn Ríkínís. Hann hefur einnig fengist við tónsmíðar - samið raftónlist og hljóðfæratónlist, þar á meðal fjögur hljómsveitarverk.

Halldór Bjarki hlaut styrki frá minningarsjóðum Emils Thoroddsens og Karls Sighvatssonar. Ásamt tónlistarhópnum Amaconsort hreppti hann m.a. fyrstu verðlaun í hinni virtu „Van Wassenaer“ keppni fyrir tónlist fyrri alda sumarið 2021. Hann hefur haldið einleikstónleika m.a. í Hörpu og Salnum í Kópavogi, og prýtt svið virtra tónlistarhátíða eins og Luzern Festival, Amsterdam Grachtenfestival, Laus Polyphoniae Antwerpen og Listahátíð í Reykjavík.

Styrktar- og samstarfsaðilar