Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir

Fiðluleikari

Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir

Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 1984.  Guðbjörg hóf fiðlunám átta ára gömul í Tónskóla Sigursveins þaðan sem hún kláraði burtfararpróf undir handleiðslu Gretu Guðnadóttur árið 2006. Árin 2006-2012 stundaði hún nám í klassískum fiðluleik hjá Eevu Koskinen, Kees Hülsmann og Natalíu Gabuniu við Konservatoríin í Utrecht og Tilburg í  Hollandi. Guðbjörg hefur einnig lagt stund á barokkfiðluleik og hefur sótt tíma hjá Ann Wallström, Antoinette Lohmann, Höllu Steinunni Stefánsdóttir og Jaap Schröder. Guðbjörg er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Umbru sem sérhæfir sig í flutningi á tónefni frá miðöldum í eigin útsetningum en allar hljómplötur hljómsveitarinnar hafa verið tilnefndar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og ein þeirra hlotið þau verðlaun. 

Guðbjörg er einnig stofnmeðlimur Barokkbandsins Brákar sem sérhæfir sig í upprunaflutningi á barokktónlist og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Barokkbandið Brák hefur margsinnis hlotið tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónleika ársins í flokki sígildri og samtímatónlist. Þess fyrir utan hefur Guðbjörg einnig leikið með Symphoníu Angelicu, Reykjavík Barokk og hinum ýmsu strengjakvartettum og kammersveitum bæði á Íslandi, Norðurlöndunum og í Hollandi. Guðbjörg hefur einnig verið virk í popptónlistarsenunni og hefur ferðast um heim allan með hljómsveitum á borð við Seabear, Múm og Sigur Rós.

Styrktar- og samstarfsaðilar