Gradualekór Langholtskirkju

kór

Gradualekór Langholtskirkju

Gradualekór Langholtskirkju er stúlknakór, skipaður 12-18 ára stúlkum undir stjórn Sunnu Karen Einarsdóttir. Gradualekór Langholtskirkju vinnur með fjölbreytta kórtónlist, allt frá léttum dægurperlum yfir í ættjarðarlög, sálma og stærri verk. Kórinn er hluti af Kórskóla Langholtskirkju sem var stofnaður haustið 1991 af Jóni Stefánssyni, þáverandi organista kirkjunnar. En hann stýrði kórnum allt til hann lést, árið 2013. Markmið skólans er að veita börnum og unglingum staðgóða tónlistarmenntun með markvissri þjálfun raddar og heyrnar sem miðast að þátttöku í kórstarfi.

Kórinn hefur komið víða fram og unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Hann hefur farið í tónleikaferðir til Danmerkur, Færeyja, Portúgal, Kanada, Skotlands, Finnlands og Spánar og ferðast víða innanlands. Hann náði næstbesta árangri barnakóra í kórkeppninni í Tampere og silfurverðlaun í flokki afburða (superior) æskukóra og gullverðlaun í flokki kirkjutónlistar í kórakeppninni í Olomouc í Tékklandi. Á meðal nýlegra verkefna má nefna þátttaka á Óperudögum 2021, tónleikar með tónlist Röggu Gísla, Skilaboðaskjóðan í tónleikauppfærslu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og upptökur fyrir Disney. Framundan eru jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í desember og svo stefnir kórinn langþráð kórferðalag erlendis næsta vor.

Styrktar- og samstarfsaðilar