Elizabeth Fadel

Hljóðfæraleikari

Elizabethfadel

Elizabeth Fadel er fjölhæfur brasilíkur hljóðfæraleikari og tónskáld sem býr og starfar í Hollandi. Hún er jafnvíg á klassíska, rokk- og suðurameríska tónlistarstíla og spilar á margs konar hljómborðshljóðfæri og gítara. Elizabeth hóf feril sinn tvítug að aldri, eftir að hafa lokið við bakkalorgráðu í tónlistartherapíu. Seinna lauk hún einnig bakkalorgráðu í semballeik frá Konunglega Konservatoríinu í Den Haag og kenndi við Brasilíksa tónlistarskólann í Rotterdam.

Elizabeth hefur kennt, ferðast um og tekið upp tónlist í Evrópu og Brasilíu. Hún starfar reglulega með tónlistarfólki frá öllum heimshornum þar sem hennar helsti eiginleiki sem tónlistarmaður nýtur sín best; að flakka frjálslega á milli tónlistarstíla.

Á undanförnum misserum hefur Elizabeth starfað með tónlistarfólki á borð við Hamilton de Holanda, Yamandu Costa, Paulo Moura, Toninho Ferraguti, Carlinhos Vergueiro, Renato Borghetti, André Abujamra, Dimos Gouduralis, Lea Freire, Mike del Ferro, Ronald Snijders, Pierre Bastien, Simone Sou, Fleurine, Ceumar og hópnum Boca Livre.