Elísabet Einarsdóttir

Sópran

Elísabet

Elísabet fæddist 1989 í Gautaborg. Hún hefur lært söng og óperu í Listaháskóla Íslands og í ”Conservatorio di Musica “G. Verdi” di Milano. Söngkennarar hennar gegnum árin hafa verið Elísabet Erlingsdóttir, Giovanna Canetti, Monica Bozzo. Núverandi söngkennari hennar er Vito Mar tino. 

Elísabet kemur oft fram sem einsöngvari með mismunandi hljómsveitum, kammerhópum, og kórum, aðallega á Ítalíu og á Íslandi. Hún er virkur þátttakandi í flutningi nútíma- og samtímatónlistar og hefur oft frumflutt verk eftir ýmis tónskáld af yngri kynslóðinni. Í ferilskrá hennar má sjá mörg hlutverk úr óperum Mozarts, Bellinis, Donizetti, ásamt barokkóperum og rómantískum verkum. 

Elísabet útskrifaðist úr tónlistarháskólanum í Mílanó 2014 með hæstu mögulegu einkunn (110/110 cum laude). 

Elísabet hefur sungið óperuhlutverkið Susanna í Brúðkaupi Figaros og Despina í Così fan tutte, á Kurtheater i Bad Ems,á operalaboratium NeiStemmen í Luxemburg och íTeatroTitano í San Marino. Síðustu hlutverk hennar hafa verið Norina i Don Pasquale eftir Donizetti í skólanum í Mílanó og hlutverkið Minette í óperettunni Metamorfosi d’una gatta in donna eftir J. Offenbach í Teatro Titano í San Marino 2014. 

Í oktober 2015 vann Elísabet fyrstu verðlaun og áheyrandaverðlaun í óperukeppninni “Concorso Lirico Internazionale Coop Music Awards” í Mílanó.