Árni Kristjánsson

Leikstjóri

Arni Kristjansson

Árni Kristjánsson útskrifaðist með MA gráðu í Leikstjórn frá Bristol Old Vic árið 2016. Árni stofnaði í kjölfarið leikhópinn Lakehouse með Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur og hefur leikhópurinn staðið fyrir frumsaminni óperu á Óperudögum í Kópavogi og leiksýningunni Í samhengi við stjörnurnar sem sýnd er í Tjarnarbíó.

Árni hefur einnig unnið í útvarpi, skrifað leikrit og kennt leiklist. Útvarpsverk hans Söngur hrafnanna vann til Grímunnar árið 2014.

Styrktar- og samstarfsaðilar