Ásta Sigríður Arnardóttir

sópran

Ásta

Ásta Sigríður Arnadóttir hefur frá ungum aldri komið fram á hinum ýmsu sviðum listanna. Hún stundaði lengi ballettnám og söng í kórunum í Hamrahlíð. Hún hefur verið meðlimur í þjóðlagahljómsveitinni Spilmönnum Ríkínís með fjölskyldu sinni frá sjö ára aldri og til dagsins í dag. Með Spilmönnum hefur hún komið fram á allskyns tónlistarhátíðum, tekið upp og gefið út tvær hljómplötur og einnig ferðast erlendis. Ásta tók einnig þátt í uppsetningu barnaóperunnar Baldursbrá, eftir Gunnstein Ólafsson, í Hörpu árið 2015 og var það hennar fyrsta verkefni í óperuheiminum. 

Haustið 2020 hóf hún nám í söng við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Stuart Skelton. 

Styrktar- og samstarfsaðilar