Eggið
Eggið eða Tout neuf! er draumkennd sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem fyrsta tenging okkar við heiminn er endursköpuð. Hver fæðing líkist í raun sköpun heimsins á einhvern hátt. Í Egginu fylgjumst við með þessari ljóðrænu ferð í níu skrefum.
Allur heimurinn virðist komast fyrir í dularfullu eggi eftir að hann hefur uppgötvað sjálfan sig og allt sem er. Eggið er eins og músíkalskur ávöxtur og flytjendurnir afhjúpa smám saman níu mismunandi hluta þess. Fyrst uppgötva þeir frumefnin (loft, vatn, eld, jörð og málm) og því næst er smakkað, snert, horft, fundið og hlustað á allar tilfinningarnar og skynjanirnar sem eggið gefur frá sér.
Hvert hljóð, hlutur og efni breytast smám saman í rytma og melódíur og því næst hljóðfæri og tónlist en þessi umbreyting segir okkur söguna af því hvernig heimurinn vaknaði til lífsins.
Hvað ef tónlist væri leið til þess að hlusta á heiminn?
Vatn flæðir, vindar blása, eldar snarka og það heyrist í fótsporum á jörðinni. Alveg eins og heimurinn í kringum okkur, hvín, titrar og syngur flotta tónlistareggið í miðju sýningarinnar. Þrír tónlistarmenn munu opna það, snerta það, smakka á því og leika sér að því líkt og þeir væru að enduruppgötva byrjun lífsins sjálfs. Uppgötvunin er innblásin af tónlist eftir meðal annarra Mozart, Bach, Landi og Rossini.
Þessi fallega fjölskyldusýning frá Frakklandi hefur hlotið lof víða um lönd en hún hentar áhorfendum á öllum aldri og af ólíkum uppruna enda spilar tungumál ekki hlutverk í sýningunni heldur tónlistin, forvitnin og uppgötvanir.
Umsagnir
- Tilnefnd sem besta óperuuppfærslan fyrir unga áheyrendur á Yam-verðlaununum árið 2019
- Leikandi sýning með magnaðri sjónrænni og tónlistarlegri fagurfræði. Börnin nutu sín og heilluðust - Stiften Denmark
- Sýning, full af mildi og óvæntum uppákomum - dásamleg hljóðfæri - Rhinocéros
- Ljóðrænn heimur tilfinninga, tónlistar, söngs, leiks og kóreugrafíu - L’Envolée Lyrique
- Sýning sem hentar augljóslega ungum áhorfendum, alveg niður í 2ja ára aldur. Litil og ljóðræn tónlistarbúbbla sem er full af blíðu. Fram koma tónlistarmenn og söngvarar með sniðug hljóðfæri - sérlega skemmtilegt, líka fyrir foreldra og forráðamenn.. - Le Parisien
Miðasala hefst innan skamms