Daglegt líf

Háteigskirkju · þri 17. okt
120427765_4006750169352560_1098928880683812374_n

Á Óperudögum verða haldnir tónleikar með yfirskriftinni Daglegt líf þar sem fólki sem sækir sérhæfðar dagþjálfanir er boðið. Tónleikarnir eru haldnir að degi til, rétt eftir hádegið og er öll umgjörð tónleikanna miðuð við þennan hóp en sérhæfðar dagþjálfanir eru fyrir fólk sem er með heilabilunarsjúkdóma.  Það sem þarf að hafa í huga við skipulagningu svona tónleika er aðgengi, rými, lýsing, hljóðvist og tímasetning.

Þegar hallar undan fæti hjá fólki heilsufarslega þá er mikilvægt að geta tekið áfram virkan þátt í menningarlífinu. Nauðsynlegt er að stofnanir og listahátíðir eins og Óperudagar sinni þessum hópi með því að skipuleggja listviðburði sem hentar þeim.

Tónleikarnir eru aðeins fyrir boðsgesti. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Háteigskirkju.

Þátttakendur

bassasöngvari og leikstjóri
tónlistarmaður
söngkona

Styrktar- og samstarfsaðilar