Kórastuð!

Eldborg, Harpa · lau 5. nóv kl. 17:00
311024477_10158394359506086_8778340052860069159_n

Á Kórastuði á Lokahátíð Óperudaga gefst gestum tækifæri á að hlusta á þrjá ólíka kóra og heyra stutta kynningu á einstöku kórverkefni sem fór fram á hátíðinni.

Stefan Sand Groves kynnir nýsköpunarverkefni sitt, Horfðu á tónlistina! fyrir áhorfendum og leyfir þeim að hlusta á tón- og mynddæmi frá verkefninu þar sem íslenskt táknmál var í forgrunni.

Kvennakórinn Katla, Kyrja og Vox Feminae flytja því næst stutta kórsyrpu hver.

MIÐASALA

Kvennakór­inn Katla var stofnaður árið 2012 og sam­an­stend­ur af 60 konum sem hitt­ast viku­lega og syngja sam­an undir stjórn kórstýranna Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Flestar konurnar eru á aldrinum 20-40 ára og koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að njóta söngs og sköpunar í skemmtilegum félagsskap. Með söng sín­um fá þær fólk til að gráta, hlæja, klappa og sann­fær­ast um að lífið sé gott. Kórinn syngur allskonar tónlist og fer ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Allir kórmeðlimir eru virkir þátttakendur í sköpuninni og er reynt að finna það sérstaka í hverjum og einum og það nýtt til að gera samhljóm kórsins einstakan. Kórinn syngur bæði þjóðlög og popplög, íslensk og erlend en reynir að vera með feminíska slagsíðu í lagavali.. Kötlurnar syngja allt án undirleiks og nota líkamana mikið, klappa, stappa og hrópa og leggja mikið upp úr fallegri sjónrænni framkomu.

Kyrja er nýr sönghópur úr Reykjavík sem samanstendur af söngvurum sem hafa sungið mikið saman í ólíkum hópum. Við erum á leiðinni í ferðalag en við vitum ekkert endilega hvert við stefnum, en okkur langar að bjóða ykkur að koma með og upplifa töfrana með okkur.

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður í Reykjavík árið 1993. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað en hún tók við kórnum í janúar 2019. Stofnandi kórsins og stjórnandi til ársloka 2018 er Margrét J. Pálmadóttir. Kórfélagar eru um 40 talsins frá 18 ára aldri.

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld. Vox feminae kemur reglulega fram við ýmis tækifæri og heldur árlega tónleika að hausti og vori.

Þátttakendur

kvennakór
sönghópur
hljómsveitarstjóri
kvennakór