Asger Kudahl

Tónskáld og hljóðhönnuður

Asger

Asger Kudahl er danskur hljóðhönnuður og tónskáld sem lauk námi við Danish Academy of Performing Arts árið 2016. Hann hefur verið í lykilhlutverki við hljóðvinnslu fjölbreyttra verkefna, allt frá gagnvirkum leikhússýningum til netútvarps og listrænna kvikmynda. Starf hans er þó fyrst og fremst bundið sviðslistum þar sem hann hefur skapað sér sérstöðu með þátttöku í yfir fjörutíu uppsetningum. Má þar nefna sýningar á borð við Færdig med Eddy (Betty Nansen), Martyrmuseum (Sort/Hvid), En Fortælling om Blindhed (Århus Teater), Museum for Fremtiden (Sort/Hvid) og Væggen(Betty Nansen).

Frumraun hans í óperuheiminum varð í einstöku samstarfi við tónskáldið Matilde Böcher í einsöngsóperunni LOL Laughing Out Lonely.

Í ágúst 2025 tekur Asger Kudahl við stöðu deildarstjóra hljóðhönnunar við Danish Academy of Performing Arts.

https://asgerkudahl.dk