Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Mezzó-sópran

IMG_0586

Sigridur Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og óperudeild, Artist Diploma og meistaragráðu frá hinum virta Royal College of Music í London. Sigríður Ósk sækir reglulega tíma hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Sigríður syngur reglulega í óperum, óratoíum og á ljóðatónleikum bæði hérlendis og erlendis. Sigríður hefur sungið óperuhlutverk m.a. með Glyndebourne Óperunni, English National Opera, English Touring Opera, Iford Opera, Classical Opera og Íslensku óperunni þar sem hún söng m.a. hlutverk Rosinu í Rakaranum, Floru Bervoix í La Traviata og þriðju dömu í Töfraflautunni. Hún hefur verið einsöngvari m.a. með: Mótettukórnum, Dómkórnum, Kor Langholtskirkju, Óperukórnum í Reykjavík, Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræðrum. Hún hefur sungið í virtum tónleikasölum eins og Royal Albert hall, Kings place, St Martin in the Fields og Cadogan Hall í London en þar söng hún ásamt Dame Emma Kirkby, tónleikunum var útvarpað á Classic FM. Með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur Sigríður Ósk sungið í Klassíkinni okkar 2017 og 2018 og í 9. sinfóníu Beethovens, Óðinum til gleðinnar. Sigríður kom fram með Symphonia Angelica á Listahátíð í Reykjavík 2016 og á Norrænu tónleikunum Concerto Grosso-Viking Barokk sem fóru fram í helstu tónleikasölum Norðurlandanna. Sigríður Ósk söng fyrir Íslands hönd í Strasbourg Cathetral á opnunarhátíð Strasbourg Christmas Market. Sigríður kemur reglulega fram í ýmsum tónleikaröðum, sumarið 2024 kom Sigríður fram á Berjadögum og hátíðartónleikum Skálholtshátíðar. Sigríður stendur árlega fyrir jólatóneikunum Sígildum jólum. Söng Sigríðar má heyra m.a. á geisladiskunum “Engel Lund’s Book of Folksongs”, Nimbus Records, og Með vorið í höndunum, sönglög Jónasar Ingimundar. Sigríður var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2016, 2017, 2018 og 2021.