Gerður Gunnarsdóttir
fiðluleikari

GERÐUR GUNNARSDÓTTIR stundaði tónlistarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, við Tónlistarháskólann í Köln hjá Igor Ozim og í Sweelinck Conservatorium Amsterdam hjá Herman Krebbers. Hún hlaut 1. verðlaun í Postbank-Sweelinck fiðlukeppninni í Amsterdam 1990. 1992-2008 starfaði hún sem 3. konsertmeistari í Gürzenich-hljómsveitinni í Köln, frá og með árinu 2010 með Konzerthaus hljómsveitinni í Berlín. Hún hefur starfað með ýmsum kammerhljómsveitum í Þýskalandi og Evrópu, svo sem C.O.E. / The Chamber Orchestra of Europe, Deutsche Kammerakademie Neuss, Ensemble Modern, Musikfabrik Köln og Potsdamer Kammerakademie. Einnig hefur hún komið fram með kammerhópum víðsvegar um Evrópu. Gerður hefur verið meðlimur Caput-hópsins frá upphafi og leikið á fjölmörgum geisladiskaupptökum með þeim og öðrum sem og ýmsum kvikmyndatónlistar-, hljóðbóka- og útvarpsleikritaupptökum. Sem dæmi má nefna geisladiskana „ÝLI“ með Claudio Puntin, klarinettuleikara, sem kom út hjá ECM 2001 og „Pure“ sem kom út 2022 hjá 1.61records.