Ómur úr norðri - Young Nordic Opera Choir og Elja

Þriðja árið í röð koma þrjátíu ungir söngvarar frá öllum Norðurlöndunum saman í norrænum óperukór. Með stuðningi A.P. Møller sjóðsins er verkefnið enn stærra í ár, með metfjölda umsækjenda, nýjum stjórnanda, Ragnheiði Ingunni Jóhannsdóttur, og tveimur frumsömdum norrænum verkum eftir Maximilian Leicher og Þórunni Grétu Sigurðardóttur.
Kórinn mun fara í glæsilega tónleikaferð og koma fram á Nordic Song Festival í Svíþjóð, óperuhátíðinni í Herning í Danmörku, ásamt Sinfóníuhljómsveit Árósa, og lýkur ferðalagi sínu með tónleikum í Hörpu á Óperudögum í Reykjavík á Sígildum sunnudögum í samstarfi við Hörpu. Þar kemur kórinn fram með kammersveitinni Elju og á efnisskránni er tónlist úr norrænum óperum, auk verka eftir Wagner, Verdi og nýrra verka Þórunnar og Maximilian.
Young Nordic Opera Choir er frábært tækifæri fyrir unga söngvara og um leið vettvangur til að styrkja norrænt samstarf í gegnum tónlist.
Stuðnings- og samstarfsaðilar:
A.P. Møller sjóðurinn
Harpa
Tónskáldasjóður RÚV og STEFs
Elja kammersveit