DÝRIN Á FRÓNI & PSALM 42

Langholtskirkja · lau 18. okt kl. 19:00
dýrin

Miðasala hér

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, Helga Bryndís Helgadóttir, píanóleikari, Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari og sex kórar flytja lög eftir Stefan Sand við vísur úr bókinni „Dýrin á Fróni – Myndskreyttar vísur um algeng íslensk dýr“ eftir Alfreð Guðmundsson.

Vísurnar lýsa íslenskum dýrategundum með fjölskrúðugum hætti og eru allar í bragarhætti sem nefnist langhenda. Fjölbreytt tónlist Stefans Sands glæðir textann lífi og heyra má meðal annars hvernig hundurinn Húni geysist um hlaðið á bóndabænum sem hann býr í og hvernig hænan Vala gaggar daginn út og inn.

Á tónleikunum munt þú því kynnast hve fjölbreytta tónlist er hægt að semja við vísur sem allar eru ortar í sama vísnaforminu og kynnast dýrategundunum með nýjum hætti í gegnum söng og hljóðfæraleik. Búningar og sviðsmynd verða hönnuð og unnin í samvinnu við börn á grunnskólaaldri. Sú vinna fer fram í listasmiðjum sem leiddar verða af ÞYKJÓ.

Flytjendur eru:
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Helga Bryndís Helgadóttir
Francisco Javier Jáuregui
Mótettukórinn
Hljómeyki
Kammerkórinn Tónar
Gradualekór Langholtskirkju
Graduale Liberi Graduale Futuri

Á tónleikunum verður einnig flutt verk eftir Felix Mendelssohn: Psalm 42 fyrir píanó, sópran, strengjakvartett & kór. Felix Mendelssohn: “My best sacred piece… the best thing I have composed in this manner”, a work “I hold in greater regard than most of my other compositions.”

Flytjendur eru:
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Anna María Eiríksdóttir
Isabella Liv Sigurgeirsdottir
Hanna Kristín Stefánsdóttir
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir
Mótettukórinn
Hljómeyki
Kammerkórinn Tónar

Stjórnandi er Stefan Sand.

Þátttakendur

tónskáld og stjórnandi
klassískur gítarleikari
kammerkór

Styrktar- og samstarfsaðilar